Skiptum lauk í lok júlí á þrotabúi Veruleikans ehf. Félagið hefur framleitt nokkur þekkt borðspil í gegnum tíðina. Eitt þeirra þekktari er vafalítið Gettu betur-spilið sem byggist á spurningaþáttunum sem RÚV hefur haldið úti um árabil. Fyrsta spilið leit dagsins ljós árið 2001.

Lýstar kröfur í þrotabúið námu rétt rúmum 5,4 milljónum króna. Samkvæmt úthlutunargerð greiddust 250 þúsund krónur upp í lýstar kröfur og 523.622 krónur upp í almennar kröfur. Það jafngildir 10,1% af lýstum kröfum.