Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla á í miklum vandræðum með að standa við áætlanir um framleiðslu á nýjustu bifreið fyrirtækisins Model 3 fólksbílnum.

Tesla hafði stefnt á að framleiða 1.500 bíla í September síðastliðnum en hefur einungis tekist að framleiða 300 bíla frá því að bíllinn var opinberaður í júlí að því er Business Insider greinir frá .

Þrátt fyrir það stefnir í að Tesla framleiði yfir 100 þúsund bíla á þessu ári, sem er mesta framleiðsla fyrirtækisins á einu ári. Þrátt fyrir það er fyrirtækið nokkuð langt frá framleiðslumarkmið Elon Musk, stofnanda og forstjóra Teslu, um að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári í árslok 2018.

Það þýðir að viðskiptavinir sem hefðu pantað 500 þúsund eintök af Model 3, gætu dregið pantanirnar til baka.

Þrátt fyrir það virðst fjárfestar ekki hafa miklar áhyggjur, enda hefur hlutabréfaverð í Teslu hækkað um 65% það sem af er ári.