Framleiðsluverði landbúnaðarins jókst á árinu 2016 um 2,2% frá fyrra ári samkvæmt áætlunum Hagstofunnar.

„Virði afurða búfjárræktar er talið vera 44,3 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 10,8 milljarðar króna," segir í frétt Hagstofunnar.

„Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 17,8 milljarðar og þ.a. vörutengdir styrkir og skattar 316 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 59,1 milljarðar árið 2016 og jókst um 6,7% frá fyrra ári.

Aukningu í framleiðsluvirði árið 2016 má rekja til magnbreytinga. En breytingu á notkun aðfanga má rekja til 5,2% magnaukningar og 1,4% hækkunar á verði.

Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2015 er metið 64,6 milljarða á grunnverði miðað við uppfærðar tölur og er það heildarlækkun um 2,4% frá fyrra árinu, 2014. Þessa lækkun má rekja til 0,1% magnaukningar og 2,6% lækkunar á verði.

Verðmæti afurða búfjárræktar jókst um 4,4% árið 2015 og var metið á 43,8 milljarða króna. Verðmætustu afurðirnar eru mjólk og kindakjöt, þar sem framleiðsluverðmæti jókst annars vegar um 7,2% og hins vegar 7,8%.

Framleiðsluvermæti nytjaplantna minnkaði um nálega fimmtung

Framleiðsluverðmæti svínakjöts lækkaði um 1,6% milli ára en alifugla hækkaði það um 9,8%. Framleiðsluverðmæti nytjaplantna, að heimanotuðu fóðri meðtöldu, reyndist tæplega 17,0 milljarðar eða 18,0% lægra en fyrra ár.

Verðmæti afurða kornræktar lækkaði um 46,1% frá árinu á undan, kartaflna um 1,9% og fóðurjurta um 22,2%. Framleiðsluverðmæti garðyrkjuafurða jókst um 2,6% .

Aðfanganotkun landbúnaðarins jókst um 11,9% á árinu 2015, í 55,4 milljarða milli ára og munar þar helst um 12,8% magnbreytingu.

Í samræmi við umfang búfjárræktarinnar í íslenskum landbúnaði er fóðurnotkun veigamesti liður í aðföngunum með upp undir helmings hlut. Líkt og í framleiðsluverðmæti nytjaplantna er hér verðmæti heimaræktaðs fóðurs meðtalið.“