Framleiðni á bandarískum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 2,6%, á meðan vinnuaflskostnaður jókst um 0,7% sem er nokkuð minna samanborið við fyrsta ársfjórðung. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 2,4% framleiðniaukningu á milli ársfjórðunga. Þrátt fyrir að aukningin hafi verið umfram væntingar er ólíklegt að slíkt verði til þess að slá á áhyggjur um að hagvöxtur geti orðið í bandaríska hagkerfinu án þess að til verðbólguhættu komi.