Fjármálaráðherrar evruríkjanna komust í gærkvöld að samkomulagi um að framlengja neyðarlánapakka Grikkja. Samkomulagið felur m.a einnig í sér að landið fá lán uppá rúma tíu milljarða evra.

Fjármálaráðherrararnir samþykktu jafnframt að veita einhverskonar skuldaniðurfellingu til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Slíkri eftirgjöf hafði áður verið harðlega mótmælt af ýmsum evruríkjum, þá sérstaklega Þjóðverjum.

Aðstandendur fundarins hafa lýst fundinum sem stórum áfanga.