Agnar Steinarsson og Matthías Oddgeirsson, hjá Tilraunaeldisstöð Hafró á Stað í Grindavík, flytja erindið: Hrognkelsaeldið í Grindavík í málstofu Hafrannsóknastofnunar, fimmtudaginn 8. október, kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.

Tilraunir þar sem hrognkelsið (Cyclopterus lumpus) er nýtt sem lúsaæta hafa gefið góðan árangur og eldi á hrognkelsaseiðum til lúsahreinsunar eykst nú hröðum skrefum í Noregi. Í Færeyjum er laxeldið undirstöðuatvinnuvegur og þar er laxalúsin að verða gríðarlegt vandamál. Færeyingar hafa horft til þess að nota hreinsifisk í baráttu gegn lúsinni en erfiðlega hefur gengið að ala hrognkelsaseiði og varafiskur er ekki til staðar í sjó við eyjarnar. Vegna sjúkdómahættu er ekki leyfilegt að flytja lifandi fisk frá Noregi til Færeyja hinsvegar er leyfilegt að flytja fisk frá Íslandi til Færeyja.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hrognkelsaeldi Hafrannsóknastofnunar í máli og myndum, allt frá kreistingu og frjóvgun hrogna fram að útsetningu í sjókvíar í Færeyjum. Einnig verður fjallað stuttlega um laxalúsafaraldurinn og frammistöðu hrognkelsanna við lúsaátið.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar .