Ríkisendurskoðun birti nýlega ársreikninga stjórnmálaflokka á Íslandi fyrir árið 2015. Framsóknarflokkurinn sem skipti nýverið um formann, hagnaðist um 19,3 milljónir árið 2015. Hagnaður flokksins eykst því frá fyrra ári, þegar flokkurinn hagnaðist um 7,3 milljónir.

Hagnaður Framsóknarinnar án fjármagnsliða nam 35,1 milljón árið 2015 samanborið við 22 milljónir árið áður.

Tekjur Framsóknar árið 2015 námu 126 milljónum. Þar af námu ríkisframlög 86,9 milljónum, framlög sveitarfélaga 5,7 milljónum, framlög fyrirtækja 10,8 milljónum og framlög einstaklinga 9,2 milljónum. Rekstrargjöld Framsóknarflokksins námu 91 milljónir árið 2015.

Eignir Framsóknar í lok árs 2015 voru verðmetnar á tæpar 180 milljónir, samanborið við 198 milljónir árið áður.