Beinni vefútsendingu Framsóknarflokksins frá flokksþingi sínu lauk að lokinni ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns.

Sigmundur Davíð fór um víðan völl í klukkustundar langri ræðu sinni, en hann berst nú um formannssætið við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra.

Að lokinni klukkustundar ræðu Sigmundar Davíðs var komið að Sigurði Inga að flytja 15 mínútna ræðu. Þá slökkti hins vegar Framsóknarflokkurinn á beinni útsendingunni, þrátt fyrir að hafa greint frá því í fréttatilkynningu til fjölmiðla að bein útsending yrði frá ræðu formanns sem og ræðum allra ráðherra.