Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram tvær bókanir á borgarstjórnarfundi í gær. Önnur þeirra varðaði orkugjöld OR og hin varðaði húsnæðisuppbygginu í Reykjavík.

Í fyrrnefndu bókuninni segir:

„Orkuveita Reykjavíkur hækkaði verulega orkugjöld til heimilanna vegna slæmrar fjárhagsstöðu sinnar. Staða Orkuveitunnar hefur batnað verulega og því eðlilegt að sú hækkun sem varð verði látin ganga til baka.“

Flokkurinn lagði einnig fram bókun þar sem kemur fram að það sé áhyggjuefni að uppbyggin gangi hægar en að borgarstjóri var áður búinn að spá og hversu illa það gangi að fylgja eftir húsnæðisstefnu borgarinnar. Borgarstjóri hafi í mars 2014 spáð því að byrjað yrði að byggja 950 íbúðir á árinu 2014 og í nóvember 2014 hafi  hann spáð því að það yrði hafist handa við bygginu 1.900 íbúða á árinu 2015. Rauntölu eru að byrjað var að byggja 597 íbúðir á árinu 2014 og búið er að veita byggingarleyfi frir 891 íbúð á árinu 2015.