*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 8. maí 2017 09:40

Framtakssjóður Íslands hagnast um 7 milljarða

Stjórn Framtakssjóðs Íslands ákvað að greiða 10,2 milljarða króna í arð til eigenda sinna, sem eru að stórum hluta lífeyrissjóðir.

Ritstjórn
Þorkell Sigurlaugsson er stjórnarformaður Framtakssjóði Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Framtakssjóður Íslands hélt aðalfund síðastliðinn föstudag en þar var ársreikningur sjóðsins samþykktur. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands nam tæplega 7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

Á fundinum var samþykkt að greiddur yrði arður að fjárhæð  7.000 milljónir til hluthafa. Að auki var samþykkt að hlutafé félagsins yrði lækkað um kr. 3.200.000 að nafnverði. Alls verða því greiddir 10,2 milljarðar króna til eigenda sjóðsins, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Skýringin á þessari háu útgreiðslu skýrist aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma á seinasta ári og sölu dótturfélaga innan Icelandic. 

Frá stofnun Framtakssjóðsins árið 2009 hefur Framtakssjóður Íslands alls greitt 69,1 milljarð króna í arð til hluthafa sinna frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða. Í stjórn Framtakssjóðs Íslands sitja nú: Þorkell Sigurlaugsson stjórnarformaður, Guðrún Björg Birgisdóttir, Helga Árnadóttir, Hjörleifur Pálsson og Sveinn Hannesson.

Stærstu hluthafar í sjóðnum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóður verzlunarmanna á nálega 20 prósent hlut, Landsbankinn á 17,7 prósent hlut, Gildi lífeyrissjóðir á 16,5 prósent eignarhlut og Birta lífeyrissjóður 14,4 prósent hlut. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim