Framtakssjóðurinn Horn II slhf hefur keypti 60% hlut í Keahótelum ehf.. Þetta er eitt stærsta hótelfélag landsins en það reksur m.a. Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík. Seljandi er eignarhaldsfélagið Hvannir ehf, sem er í eigu Kristjáns Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Andra Gunnarssonar. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, verður áfram hluthafi í félaginu. Enginn breyting verður á rekstri félagsins við þessa breytingu á eigendahópnum, að því er fram kemur í tilkynningu. Kaupin í Keahótelum eru þriðja fjárfesting sjóðsins á þessu ári og önnur af tveimur fjárfestingum í ferðaþjónustu. Í gær var greint frá því að félagið hafi keypt 33% hlut í Fáfni Offshore hf , félagi sem rekur skip sem ætlað er að þjónusta olíuiðnaðinn á norðurslóðum.

Mikil uppbygging í hótelgeiranum

Í tilkynningu frá framtakssjóðnum segir að Keahótel ehf. standi að mikilli  uppbyggingu um þessar mundir. Í haust taki félagið m.a. við rekstri nýs hótels við Austurvöll þar sem áður var Reykjavíkurapótek. Næsta vor bætist við nýtt hótel við Hverfisgötu. Um sama leyti verður viðbygging við Hótel Borg tekin í notkun.

Horn II er í rekstri Landsbréfa og ræður yfir um rúmlega 8,5 milljörðum króna til fjárfestinga. Hluthafar eru um 30 lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar.

„Horn II telur mikla möguleika fólgna í ferðaþjónustu á Íslandi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í innviðum ferðaþjónustunnar á undanförnum árum og teljum við Keahótel í einstaklega góðri aðstöðu til að taka þátt í frekari uppbyggingu á næstu árum. Við teljum okkur mjög vel sett með fjárfestingu í Keahótelum þar sem saman hefur farið góð arðsemi og vöxtur. Horfur í rekstri félagsins benda ennfremur til þess að svo verði áfram“ segir Steinar Helgason annar af framkvæmdastjórum Horns II. „