*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 9. febrúar 2015 15:25

Framúrskarandi: Gisti- og veitingastaðir taka við sér

Fyrirtækjum á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fjölgar í nær öllum atvinnugreinum.

Ritstjórn
Viðskiptablaðið gaf út sérblað um framúrskarandi fyrirtæki í samstarfi við Creditinfo.
Haraldur Guðjónsson

Creditinfo gaf í síðustu viku út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki, líkt og það hefur gert undanfarin ár, en þeim hefur fjölgað um 115 frá því í fyrra og eru nú 577 talsins.

Til þess að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin að standast styrkleikamat Creditinfo, en röðin á listanum ræðst af hagnaði ársins 2013. 

Athyglisvert er að skoða hvernig listinn kemur út eftir atvinnugreinum. Þannig fjölgar fyrirtækjunum í næstum öllum greinum sé þeim skipt eftir ÍSAT flokkum. Þá er eftirtektarverð fjölgun í flokki gististaða- og veitingareksturs en þar fjölgar fyrirtækjum um 80% í átján fyrirtæki. Um helmingsfjölgun er í flokki fasteignaviðskipta en 30 framúrskarandi fyrirtæki eru undir þeim flokki árið 2014.

Stærsti atvinnuflokkurinn er undir flokki Heild- og smásöluverslunar og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. 155 framúrskarandi fyrirtæki eru í þeim félagsskap. Þar á eftir kemur Framleiðsla með 103 fyrirtæki á listanum, en í þriðja sæti er flokkurinn Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar með 51 fyrirtæki.

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim