Frank O. Reite hefur ákveðið að verða virkur fjárfestir í Glitnir Property Holding, þar sem hann gegnir stjórnarformennsku, og þá jafnframt að að fara úr framkvæmdastjórn Glitnis banka hf. í lok september. Hann mun halda áfram nánu sambandi við Glitni sérstaklega varðandi áframhaldandi vöxt Glitnir Property Holding og sem ráðgjafi við stefnumótun bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Frank O. Reite mun eignast um það bil 6% hlut í Glitnir Property Holding og halda áfram sem stjórnarformaður. Sameiginleg markmið eigenda er að stuðla að auknum vexti fyrirtækisins. Eftir að Glitnir Property Holding keypti BSA (bíður samþykkis FME) og eftir sölu hlutafjár til Reite, mun Glitnir eiga 60.85% í félaginu.

Vilhelm Már Þorsteinsson framkvæmdastjóri mun taka við verkefnum Franks O. Reite á vaxtar- og viðskiptaþróunarsviði Glitnis banka. Vilhelm mun starfa beint fyrir Lárus Welding forstjóra.