Það er segin saga að framboðin reyna að ota sínum tota í fjölmiðlum í aðdraganda kosninga.

Eins og sjá verður þeim mjög misvel ágengt, en þó þarf að slá þann varnagla að tölurnar eru jafnari en ella vegna fjölda fregna af skoðanakönnunum þar sem flestir flokkar koma við sögu.

Eins kunna stjórnarflokkarnir að vera vantaldir, flokkanna er ekki alltaf getið í fréttum og viðtölum, þar sem ráðherrar þeirra baða sig í sviðsljósinu.

Sennilegast koma yfirburðir Viðreisnar nokkuð á óvart, en þá má að miklu leyti rekja til þess að nánasti hver einasti frambjóðandi þeirra var kynntur í sérfrétt eins og mikið skúbb væri á ferð og fjölmiðlar bitu flestir á agnið.