Reykjaneshöfn og Thorsil hafa gert með sér samkomulag vegna tafa á framgangi Lóðar- og hafnarsamnings frá 11. apríl 2014. Auk þess hafa kröfuhafar Reykjaneshafnar samþykkt að framlengja kyrrstöðutímabil og greiðslufrest.

Vegna tafa við hefur Reykjaneshöfn og Thorsil ákveðið að fresta skuldbindinum samningsins, þ.e. gjalddaga Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Thorsil var með frest til dagsins í dag en þarf nú ekki að greiða gjöldin fyrr en í síðasta lagi 15. maí næstkomandi.

Reykjaneshöfn nær samkomulagi við sína kröfuhafa um að framlengja kyrrstöðutímabil og greiðslufrest um mánuð til viðbótar, en frestur var til dagsins í dag. Nýr frestur er til 15. apríl n.k.