*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 12. apríl 2018 10:41

Fresta því að taka vélina í notkun

Nokkrum sinnum hefur ný vél Icelandair átt að fara í sína fyrstu áætlunarferð en henni skipt út á síðustu stundu.

Ritstjórn

Icelandair hefur frestað því að taka nýju Boeing 737 MAX 8 vélina í notkun um óákveðinn tíma að því er vefsíðan Airlinegeeks.com greinir frá. Upphaflega átti vélin að fara sína fyrstu áætlunarferð þann 6. apríl frá Keflavík til Berlínar. Nokkrum dögum fyrir flugið var henni hins vegar skipt út fyrir hina hefðbundnu Boeing 757-200. 

Í kjölfarið var vélinni skipt út fyrir 757-200 í næstu ferð sem hún átti að fljúga og það mynstur hefur haldið áfram og vélinni jafnvel skipt út aðeins nokkrum klukkutímum áður en hún átti að fara í loftið. 

Stefnt var að því að vélin ætti að hefja tilraunaflug á milli Keflavíkur til Berlínar á Evrópuhlið starfseminnar þann 8. apríl og á milli Newark og Keflavíkur þann 10 apríl. 

Uppfærsla: Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fylgir töluverð pappírsvinna því að skrá nýja vél og því hefðbundið að dagsetningar, á því hvenær vélar eru teknar í notkun í áætlunarflugi, breytist lítillega.