*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 17. október 2017 14:41

Fréttamenn fordæma lögbann á notkun gagna

Ákvörðun Sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sögð ganga þvert gegn stjórnarskrá og fjölmiðlalögum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, fordæmir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr þrotabúi Glitnis. 

Í stjórnarskránni kemur fram að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða segir í fréttatilkynningu frá félaginu, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun hefur Blaðamannafélag Íslands og Gagnsæi - félag gegn spillingu fordæmt lögbannsúrskurðinn.

Þá megi aðeins setja tjáningarfrelsi skorður ef þær teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá kemur fram í lögum um fjölmiðla að markmið þeirra sé að stuðla að tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga.

Félag fréttamanna bendir á að frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki fyrir lýðræði og sú umfjöllun, sem Stundin og Reykjavík Media hafa unnið upp úr gögnum þrotabús Glitnis, varðar hagsmuni almennings.

Félagið telur að lögbann sýslumanns gangi þvert gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og fjölmiðlalaga. Félagið lítur það mjög alvarlegum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðvuð. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim