Breytingar á fjölmiðlun hafa verið ofarlega á baugi allt frá því netið varð almenningseign og hefðbundnir fjölmiðlar tóku að láta undan síga.

Hitt verður þó að nefna, að flestir fréttamiðlar, sem eitthvað kveður að á netinu, eru nátengdir hefðbundnum miðlum.

Rannsókn sem Pew-stofnunin gerði vestanhafs í sumar sýnir að þessi þróun er enn til staðar, þó greina megi að hún kunni að vera í rénun. Það er enda svo að útvarpið ruddi ekki blöðum úr vegi, sjónvarpið ekki þeim sem fyrir voru og netið gerir það varla heldur í bráð.

Vestra hefur sjónvarp a.m.k. enn afgerandi forskot sem fréttamiðill og útvarpið á sínum stað. Það hefur hægst á hnignun dagblaða vestanhafs, en auglýsingasala þeirra en enn í frjálsu falli.