Félagsmiðlar hafa gerbreytt samfélaginu á undanförnum árum og það á líka við um fjölmiðlun.

Í nýrri könnun Pew Research í Bandaríkjunum, kemur fram að 68% almennings þar í landi nota félagsmiðla til þess að fylgjast með fréttum.

Þar hefur Facebook algera yfirburði, en eins nota margir YouTube til þess að horfa á sjónvarpsefni. Raunar kemur á óvart að aðeins 12% noti Twitter til þess arna, en á móti kemur að hinar talandi stéttir - blaðamenn, almannatenglar, stjórnmálamenn o.s.frv. - nota Twitter í mjög miklum mæli og fréttirnar yfirleitt fyrstar þar.