Auk almennra verkefna fyrir félagið mun hann sinna sérstaklega starfseminni á Snæfellsnesi.

Friðbjörn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Soffaniasar Cecilssonar, en FISK keypti félagið á síðasta ári. Hann er einnig stjórnarformaður útgerðarfélagsins Nesvers, var áður framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, og hefur langan feril að baki í viðskiptum á fiskmörkuðum, í kvótamiðlun o. fl.

FISK Seafood ehf. er grundvallað á sameinaðri starfsemi Skagstrendings hf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Á undanförnum árum hefur félagið stækkað við sig með kaupum eða samrunum.

FISK Seafood rekur fiskvinnslustöðvar í Grundarfirði og á Sauðárkróki og skipafloti félagsins samanstendur af tveimur ferskfisktogurum, frystitogara og tveimur togbátum. Auk veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu eru mið sótt í Barentshafi og utan lögsögu á Reykjaneshrygg.

Stjórnarformaður félagsins er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri er Jón Eðvald Friðriksson.