Stjórnvöld í Frakklandi hafa ákveðið að áfrýja niðurstöðu dómstóls þar í landi um að sýkna leitarvélafyrirtækið Google af ákæru um að hafa með ólögmætum hætti komið sér undan skattgreiðslum í Frakklandi með því að beina sölu í landinu til Írlands. Þetta kemur fram í frétt F inancial Times .

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær var Google sýknað af ákærunni. Snerist helsti ágreiningur málsins um það hvort að höfuðstöðvar Google í Evrópu í Dublin ættur að vera skattlagðar eins og fyrirtækið væri með einnig með fasta starfsstöð í Frakklandi.

Ákvörðunin um að áfrýja málinu kemur á sama tíma og Édouard Philippe, nýr forsætisráðherra Frakklands hefur látið hafa það eftir sér að Google væri auðskapandi. Sagði hann í útvarpsviðtali í dag að hann væri opinn fyrir því að hefja viðræður við Google um að fyrirtækið myndi frekar greiða frjáls fjárframlög til ríkisins í staðinn fyrir skattgreiðslur.