*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 16. mars 2017 08:01

Frost ríkir í viðræðum

Algjört frost ríkir í viðræðum lífeyrissjóðanna og Kaupskila um möguleg kaup lífeyrissjóðanna á stórum hlut í Arion banka.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Algjört frost ríkir í viðræðum milli stærstu lífeyrissjóða landsins og Kaupskila, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um 87% Kaupþings í Arion banka, um möguleg kaup lífeyrissjóðanna á stórum hluta í bankanum, að því er kemur fram í umfjöllun ViðskiptaMogganum.

Kergjan innan sjóðanna stafar meðal annars af því að forsvarsmenn sjóðanna hafa ekki fengið að sjá áreiðanleikakönnun sem gerð var á rekstri og efnahag bankans. Sömuleiðis hafa sjóðirnir ekki fengið verðmat í hendurnar sem ráðgjöfum þeirra var uppálagt að vinna. Sú vinna hefur tafist talsvert af óútskýrðum ástæðum.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans, er helst beðið eftir því hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna ákveði að fjárfesta í Arion banka eður ei. Í umfjölluninni segir einnig að: „Enn hafa líkur minnkað á að lífeyrissjóðir gerist stórir hluthafar í Arion banka.“

Stikkorð: Arion banki sala lífeyrissjóðir frost
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim