Frosti Sigurjónsson er á leiðinni á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur á árum áður bæði komið að stofnun og stjórnun ýmissa vel þekktra fyrirtækja hér á landi. Meðal annars gegndi hann um tíma stöðu fjármálastjóra Marel, forstjóra Nýherja og framkvæmdastjóra Dohop þar sem hann hætti árið 2010.

Frosti er einn af stofnendum Dohop sem og fyrirtækisins Datamarket. Einnig hefur hann gegnt stjórnarstörfum fyrir Datamarket, Arctica Finance, CCP auk annarra fyrirtækja.

Í dag er Frosti stjórnarformaður Datamarket en mun segja sig frá þeirri stöðu þegar hann tekur sæti á Alþingi. Frosti lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist af fjármálasviði. Hann lauk svo MBA námi við London Business School árið 1991.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.