*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 4. september 2014 08:15

FSÍ stofnar Hagvaxtarsjóð Íslands

Framtakssjóður Íslands stofnar nýjan 30 milljarða sjóð á næstu vikum.

Ritstjórn
Þorkell Sigurlaugsson.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fram kemur í Viðskiptamogganum að á næstu vikum muni Framtakssjóður Íslands (FSÍ) stofna nýjan 30 milljarða framtakssjóð. Sjóðurinn hefur fengið nafnið Hagvaxtarsjóður Íslands.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að vonir standi til þess að hlutafjárloforð fjárfesta verði frágengin í lok október næstkomandi.

Nafnið á að endurspegla þann tilgang sjóðsins að hann komi að uppbyggingu hagkerfisins eftir endurreisn síðustu ára með því að taka þátt í fjárfestingum sem auki hagvöxt og lífskjör á Íslandi. Segir Þorkell að þar skipti ekki síst máli að fjárfesta í gjaldeyrisskapandi verkefnum og slíkt ætti að styðja við áform stjórnvalda um losun fjármagnshafta.

Þorkell segir að þótt sjóðurinn verði að langstærstum hluta skipaður lífeyrissjóðum sé hann líka opinn öðrum fagfjárfestum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim