Samherji er með helstu landvinnslu sína á Dalvík. Þar starfa um 150 manns af ýmsum þjóðernum. Allir eru mikilvægir hlekkir í keðjunni, segir yfirverkstjóri.

Samherji
Samherji
© vb.is (vb.is)
Frystihús Samherja á Dalvík er eitt fullkomnasta á landinu og þar er hver kimi nýttur. „Húsið er nú fyrir löngu orðið of lítið, en við höfum samt náð að nýta húsakynnin vel. Ég kvarta ekki yfir þessu,“ sagði Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, þegar blaðamenn Viðskiptablaðsins bar að garði. Starfsemin var hefðbundin þennan dag, að því er Sigurður Óskarsson yfirverkstjóri tjáði blaðamönnum.

Frystihúsið er langsamlega stærsti vinnustaðurinn á Dalvík. Samtals vinna um 150 manns á staðnum. Þjóðernin eru þó nokkur. „Þetta eru allt góðir og gildir Dalvíkingar og standa sig afar vel í vinnu,“ sagði Sigurður á meðan hann fór í gegnum vinnsluferlið í húsinu og sýndi tæki og tól sem hjálpa til við að gera það skilvirkt. „Hér hjálpast allir við að halda hlutunum gangandi,“ sagði Sigurður.

Norðmenn herma

Frystihúsið á Dalvík þykir eitt hið fullkomnasta hér á landi. Það hefur meðal annars vakið athygli hjá fyrirtækjum utan landsteinanna en forsvarsmenn Aker Seafood í Noregi settu nýlega upp frystihús sem var sett upp með nákvæmlega sama hætti og húsið á Dalvík. Hálfgerð sendinefnd frá Noregi kom gagngert til Dalvíkur til þess að skoða aðstæður þar áður en hafist var handa við að reisa húsið í Noregi.

Gestur segir vinnsluna hafa gengið vel undanfarin misseri og framleiðslan sé stöðug allt árið um kring, fyrir utan hefðbundið frí á sumrin. Í sumar verður lokað í 5 vikur, frá 21. júlí til 25. ágúst. Hefðbundið vinnslumagn í frystihúsinu er um 45 til 50 tonn á dag. Stundum koma miklar skorpur enda skipin á veiðum allan sólarhringinn og mikilvægt að hefja vinnslu sem fyrst eftir að aflinn kemur á land, svo fiskurinn komist ferskur á erlenda markaði.

Hefðbundinn vinnudagur er þó frá sjö til fjögur á daginn. Ef það þarf að vinna meira þá er frekar byrjað fyrr heldur en seinna og síðan reynt að komast yfir sem mest. „Við erum með gott starfsfólk og það hefur gengið vel að koma á skipulagi sem helst vel þegar mikið liggur við, þ.e. þegar það koma skorpur. Það skiptir miklu máli að allir þekki sín hlutverk.“

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)