Í nýjum búvörulögum er kveðið á um að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga. Í samræmi við það ákvæði hefur samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga nú fullskipaður. Skal hópurinn hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um á vef Viðskiptablaðsins , var haft eftir Jóni Gunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar að hann segist vilja þjóðarsamtal um framtíðarstefnu í landbúnaðarmálum. Það þýðir að aðilar sem að málinu koma ræði saman; þetta eiga vera fulltrúar bænda, neytenda, verslunar og allir þeir sem koma að málinu. Leggur Jón áherslu á ráðherra setji þessa vinnu af stað sem fyrst og að allt eigi að vera undir.

Félag atvinnurekenda hefur þó gagnrýnt það að taka þátt í samráðshópnum og andmælir því að vera haldið fyrir utan „þjóðarsamtalið“.

Í samráðshópnum eru eftirfarandi aðilar;

  • Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  • Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
  • Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
  • Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
  • Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
  • Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands.
  • Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum.
  • Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
  • Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  • Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  • Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.