Hátt settir embættismenn frá Norður- og Suður-Kóreu hyggjast ræðast við í fyrsta sinn frá árinu 2007. Það eru yfirvöld í Norður-Kóreu sem óskuðu eftir fundinum. Hann mun fara fram í þorpinu Panmunjom, sem er á landamærum landanna.

Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Suður Kóreu, Kim Kyou-hyun, leiðir viðræðurnar af hálfu stjórnvalda í Suður-Kóreu. Hann sagði í samtali við fjölmiðla að þessi fundur gæti leitt til nýrra tíma á Kóreuskaganu.

Won Tong-yon, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig i samskiptum Kóreuríkjanna, leiðir viðræðurnar af hálfu Norður Kóreu.