Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur fund á morgun til að ræða hvort aðskilja eigi rekstur viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, og áhrif aðskilnaðar á samkeppnishæfi, áhættu og kostnaðar við reksturs fjármálakerfisins, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ræðumenn verða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, Pétur Einarsson, forstjóri Straums,  Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Höskuldur H. Ólafsson,  bankastjóri Arion banka. Hulda Pjetursdóttir, rekstrarhagfræðingur stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.  Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, tekur þátt í pallborði. Fundurinn, sem verður í Hörpu,  hefst klukkan 12:00 og stendur til 13.30. Skráning fer fram á vefsíðu félagsins www.fvh.is .