*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 25. október 2014 18:44

Funda um tækifæri í orkuiðnaði

Á fimmtudaginn mun Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Harvard og Tufts efna til fundar um orkumál.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fjallað verður um tækifæri til framtíðar á sviði orkumála á fundi Háskólans í Reykjavík á fimmtudaginn. Skólinn efnir til fundarins í samvinnu við Harvard háskóla og Tufts háskóla. Fundurinn er haldinn í tilefni af stofnun tengslanets Future Arctic Energy Network og mun forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, opna það formlega á fimmtudaginn. 

Meðal fyrirlesara er dr. William Moomaw en hann var fulltrúi í IPCC Nóbelsverðlaunapanel Sameinuðu þjóðanna sem hlaut verðlaun fyrir framlag til baráttunnar gegn loftlagsbreytingum. Aðrir sérfræðingar á sviði orkumála verða einnig með erindi og endingu mun dr. Ágúst Valfells, dósent við Háskólann í Reykjavík, vera með lokaorð.