*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 9. september 2015 15:40

Fundi lauk án árangurs

Ekki hafa náðst samningar milli aðildarfélaga BSRB og samninganefndar ríkisins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samningafundi þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB við samninganefnd ríkisins lauk í dag án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þetta kemur fram á vefsíðu BSRB.

Fulltrúar félaganna þriggja, SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna segjast hafa farið fullir bjartsýni á fundinn þar sem ráðamenn hafi talað um góða stöðu ríkissjóðs í allan gærdag við kynningu fjárlagafrumvarps. 

Flestir félagsmenn BSRB og aðildarfélaga þess hafa nú verið með lausa samninga í rúmlega hálft ár. Sameiginleg samninganefnd félaganna þriggja segir að ríkið verði að koma til móts við félagsmenn með sama hætti og þá hópa sem nýlega fengu launahækkanir með niðurstöðu gerðardóms. 

„Eftir fundinn í dag er liggur ljóst fyrir að ríkið ætlar sér ekki að koma til móts við þessar kröfur,“ segir á vefsíðu BSRB.

Stikkorð: BSRB Kjarasamningar Kjaradeilur