Úrskurðarnefnd lögmanna hefur veitt þremur lögmönnum áminningu og fundið að háttsemi níu til viðbótar þar sem umræddir lögmenn skiluðu ekki Lögmannafélagi Íslands yfirlýsingu um stöðu vörslufjárreiknings og verðbréfaskrá vegna ársins 2017 innan lögbundins tímaramma.Háttsemin var talin fara á svig við siðareglur lögmanna og að með henni sé vegið að heiðri stéttarinnar.

Gögnunum ber að skila fyrir byrjun október ár hvert. Níu lögmannanna skiluðu í nóvember en þeir sem hlutu áminningu skiluðu engum gögnum. Berist slík yfirlýsing ekki getur LMFÍ beint erindi til sýslumanns um að réttindi viðkomandi séu afturkölluð þar til yfirlýsing berst.

Í öllum málunum var það LMFÍ sem beindi kvörtun til úrskurðarnefndarinnar. Nýverið féll dómur í Landsrétti þar sem áminning Jóns Steinars Gunnlaugssonar var felld úr gildi þar sem LMFÍ var ekki talið bært til að beina slíkri kvörtun til úrskurðarnefndarinnar. Félagið hefur sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .