Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga boðar til fundar á morgun um samkeppnishæfni íslenskra verslana. Hægt er að sjá lýsingu á fundinum og skrá sig hér .

Í tilkynningu um fundinn segir: „Á undanförnum vikum og mánuðum hafa okkur borist fréttir af sláandi verðmun og álagningu milli verslana hérlendis og erlendis sem vakið hafa mikla athygli og viðbrögð. Breytt umhverfi á smásölumarkaði á Íslandi í kjölfar tollalækkana og styrkingar krónunnar kalla á betri kjör til neytenda. En eru þau að skila sér?

Hvaða áhrif hafa launaþrýstingur, gengisstyrking/-sveiflur og fjölgun ferðamanna á smásölu? Er ísland að verða dýrara þrátt fyrir allt?“

Til þess að svara þessum spurningum hefur FVH fengið til liðs við sig Þórainn Ævarsson, framkvæmdastjóra Ikea á Íslandi. Einnig verða pallborðsumræður þar sem að Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Jón Björnsson og forstjóri Festis bregðast við erendinu og taka á efni fundarins.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, og hefst klukkan 8:30 á morgun.