VÍB hélt í gær bókakvöld um hina umdeildu bók Flash Boys eftir Michael Lewis, en bókin fjallar um hátíðniviðskipti í Bandaríkjunum.

Á fundinum var meðal annars rætt um sögu og áhrif hátíðniviðskipta, kosti þeirra og galla og hversu rétta mynd bókin gefi af þessum framandi hluta verðbréfamarkaðarins.

Í umræðum voru Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB, Gísli Halldórsson, ráðgjafi hjá VÍB og Einar Oddsson, hagfræðingur, en hann vann um árabil við hátíðniviðskipti í Bandaríkjunum.

Myndband á fundinum má finna hér með fréttinni.