Nær fjórðungur þjóðarinnar hyggst kjósa Pírata samkvæmt þjóðhagspúlsi Gallup, eða 25,3% sem er þriggja prósentustiga lækkun frá síðustu könnun fyrirtækisins.

Hyggjast 16,8% kjósa Vinstri græn, sem er hækkun um 2 prósentustig, en aðrar breytingar eru ómarktækar því þær eru á bilinu 0,1-1,1%.

Sjálfstæðisflokkurinn er komin aftur yfir Pírata og mælist með 26,2%, fylgi Framsóknarflokksins er 9,9%, fylgi Viðreisnar mælist 9%, Samfylkingin mælist með 8,0%, Björt framtíð með 4,2% en aðrir flokkar með minna en 0,6%.