*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 2. október 2017 08:36

Fylgi VG og Bjartrar framtíðar eykst

Hvorki Viðreisn né Björt framtíð ná inn manni samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem tekinn var frá stjórnarslitum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem tekur til daganna 15. til 28. september, mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 2%, þó ekki hafi verið tilkynnt um framboðið fyrr en 24. september. Það slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu aðfaranótt 15. september.

Að öðru leyti hefur fylgi Vinstri Grænna og Bjartrar framtíðar aukist nokkuð en Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Viðreisn hafa tapað frá síðustu könnun sem gerð var dagana 30. ágúst til 14. september.

Niðurstaðan er eins og hér segir:

 • Vinstri grænir mælast með 25,4%
 • Sjálfstæðisflokkur mælist með 23,1%
 • Píratar mælast með 10,3%
 • Flokkur fólksins mælist með 10,1%
 • Framsóknarflokkurinn mælist með 9,9%
 • Samfylkingin mælist með 9,3%
 • Björt framtíð mælist með 4,6%
 • Viðreisn mælist með 3,6%
 • Aðrir flokkar/framboð mælast með 3,7%
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim