Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem tekur til daganna 15. til 28. september, mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 2%, þó ekki hafi verið tilkynnt um framboðið fyrr en 24. september. Það slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu aðfaranótt 15. september.

Að öðru leyti hefur fylgi Vinstri Grænna og Bjartrar framtíðar aukist nokkuð en Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Viðreisn hafa tapað frá síðustu könnun sem gerð var dagana 30. ágúst til 14. september.

Niðurstaðan er eins og hér segir:

  • Vinstri grænir mælast með 25,4%
  • Sjálfstæðisflokkur mælist með 23,1%
  • Píratar mælast með 10,3%
  • Flokkur fólksins mælist með 10,1%
  • Framsóknarflokkurinn mælist með 9,9%
  • Samfylkingin mælist með 9,3%
  • Björt framtíð mælist með 4,6%
  • Viðreisn mælist með 3,6%
  • Aðrir flokkar/framboð mælast með 3,7%