Félagsmiðillinn Twitter sem er í bágri stöðu, eftir að sala fyrirtækisins gekk ekki í gegn. Því er gert ráð fyrir að stjórnendur Twitter taki upp niðurskurðarhnífinn og skeri niður vinnuafla Twitter um ein 8%. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

300 störf í hættu

Líklegt er að Twitter láti um 300 manns taka pokann sinn. Þetta var einnig gert í fyrra þegar Jack Dorsey, stofnandi félagsmiðilsins tók aftur við stjórnartaumunum.

Einnig er talið líklegt að yfirlýsing þessa efnis komi fram næstkomandi fimmtudag, þegar Twitter kynnir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung. Forsvarsmenn Twitter neituðu að tjá sig við Bloomberg.

Hlutabréf í frjálsu falli

Hlutabréf í Twitter hafa fallið um 40% á síðastliðnu ári og reyndi að selja fyrirtækið til Salesforce, Walt Disney og Alphabet, móðurfélags Google, eins og áður hefur verið greint frá. Í dag hafa hlutabréf í Twitter fallið um 4,2%.