*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 8. desember 2009 12:52

Fyrirsögn á Island.is um innstæður Byrs breytt

Ritstjórn

Ritstjórn Island.is, upplýsinga- og þjónustuveitu fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um opinbera þjónustu, hefur breytt fyrirsögn á frétt sem sett var þar inn í gær.

Vefur Viðskiptablaðsins sagði frá því fyrr í dag að frétt undir fyrirsögninni „Innstæður tryggðar í Byr“ hefði verið sett inn á Island.is í gær. Fyrirsögn fréttarinnar hefur nú verið breytt í „Innstæður tryggðar“.

Engar ástæður er gefnar fyrir breytingunni á heimasíðunni.

Breyttu fréttina á Island.is má sjá hér.