George Osborne, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, er kominn með nýtt starf; sem ritstjóri blaðsins London Evening Standard. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Osborne verður þó enn þingmaður á breska þinginu, þrátt fyrir að hafa tekið að sér nýtt starf á vettvangi blaðamennsku. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ráðninguna „hálfgert grín“ og kallaði eftir kosningu í kjördæmi Osborne.

Eigandi London Evening Standard, fyrrum KGB njósnarinn og milljarðamæringurinn Evgeny Lebedev, sagði að Osborne væri holdgervingur Lundúna og væri meira en hæfur að fylla í fótspor fráfarandi ritstjóra, Söruh Sands.