Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir mútuþægni. Áður hafði hann verið dæmdur í sex ára fangelsi en þeirri ákvörðun var sýknað til hæstarétts sem dró úr refsingunni.

Var hann dæmdur fyrir fasteignaviðskipti sem áttu sér stað þegar hann var borgarstjóri Jerúsalem, áður en hann tók við embætti forsætisráðherra ári 2006. Hann fór frá völdum árið 2009 og mun nú verða fyrsti þjóðhöfðingi í Ísrael til að fara í fangelsi.

Olmert sagðist vera létt vegna þess að hæstiréttur sýknaði hann af stærsta ákæruliðnum og segir enn að hann hafi aldrei þegið neinar mútur. Hann mun hefja afplánun dómsins 15 febrúar næstkomandi.