*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Fólk 12. október 2010 10:20

Fyrrum fréttamaður býður sig fram til stjórnlagaþings

Ritstjórn

Ólafur Sigurðsson, fyrrum fréttamaður og varafréttastjóri RÚV, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlagaþings.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir Ólafur að hann geri sér vonir um að reynsla af umfjöllun um opinbert líf í áratugi komi að gagni á þinginu.

„Þó að stjórnarskráin kippi ekki í lag öllu því, sem aflaga fer í þjóðfélagirnu, getur hún verið grunnur til að byggja á endurreisn þjóðlífsins, sem er illa laskað eftir áföll undanfarinna ára,“ segir í tilkynningu.