Fiskiskipið Karella, áður Sjávarborg GK, brann við strönd Marocco í gær. Báturinn sökk en mannbjörg varð.

Á vefnum aflafrettir.is er saga Sjávarborgar rakin. Báturinn var stærsti loðnubátur í Sandgerði og var iðulega með aflahæstu bátum á vertíðinni þótt hann bæri ekki nema 800 tonn. Hann var gerður út frá Sandgerði á árunum 1981 til 1993.