Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrrum yfirmanni Halifax Bank of Scotland refsað

13. september 2012 kl. 14:16

Peter Cummings, fyrrum yfirmaður hjá HBOS

Peter Cummings, fyrrum yfirmaður HBOS, var duglegur að lána til Philip Green.

Fjármálaeftirlit Bretlands, FSA, hefur sett einn af fyrrum yfirmönnum HBOS, Peter Cummings, í ævilangt bann frá fjármálastarfsemi. Ekki nóg með það þá var hann einnig sektaður um tæplega 100 milljónir króna samkvæmt frétt á Guardian.

Ástæður fyrir þessum refsingum má rekja til þess að deildin sem Cummings var yfir lánaði óhóflega mikla fjármuni til byggingaverktaka. Upphæðirnar hlaupa á milljörðum punda. FSA telur að þessar lánveitingar hafa haft mikil áhrif á fjárhagslega stöðu HBOS og tengjast fall bankans umtalsvert.

HBOS var bjargað af Lloyds bankanum í september 2008. Bankinn þáði samtals 20 milljarða punda af skattfé til þess að forða sér frá falli.

Peter Cummings var einnig mjög duglegur að lána og Top Shop stofnandanum, Philip Green, ásamt öðrum þekktum viðskiptamönnum. Sjálfur hefur Philip Green verið þekktur fyrir tengsl sín við Ísland. Hann og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, unnum saman að yfirtöku á bresku fyrirtækjasamstæðuna Arcadia fyrir áratug síðan. Þegar lögregla gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs árið 2002 keypti Green hlut Baugs í fyrirtækinu.Allt
Innlent
Erlent
Fólk