Ásmundur Friðriksson, sem sagt var upp sem bæjarstjóri í Garði í gær, las um það á netinu að uppsögn hans lægi fyrir dyrum. Hann segir í samtali við Fréttablaðið uppsögnina líkjast því þegar krakkar segi hver öðrum upp með smáskilaboðum.

Ásmundur verður samkvæmt samningi á launum fram í febrúar árið 2015. Hann telur kostnaðinn að uppsögnina að viðbættum því sem greiða þurfi eftirmanni hans nema 50 milljónum króna. Í versta falli geti hann orðið 100 milljónum krónum meira.

„Fari allt á versta veg getur nýr meirihluti staðið frammi fyrir því eftir næstu kosningar að vera með þrjá bæjarstjóra á launum,“ segir hann.