*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 7. september 2014 16:34

Fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs í Hörpu

Fjallað verður um arðsemi orkuútflutnings á fundi VÍB næstkomandi þriðjudag.

Edda Hermannsdóttir

Ola Borten Moe, fyrrverandi orumálaráðherra Noregs, mun fjalla um reynslu Norðmanna af alþjóðlegum orkumarkaði á fundi VÍB næstkomandi þriðjudag. Á fundinum verður aðrsemi orkuútflutnings til umræðu. Ola Borten mun jafnframt segja frá framtíðaráformum Norðmanna og rætt verður um mögulegan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Aska Energy Parners, taka þátt. 

Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjori VÍB, og Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka mun stjórna pallborðsumræðum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. 

Stikkorð: VÍB Ola Borten Moe
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim