*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 20. júlí 2012 18:52

Fyrrverandi stjórnarformenn í klandri

Fyrrverandi stjórnarformenn tveggja af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum heims hafa ekki átt sjö dagana sæla.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tveir fyrrverandi stjórnarformenn KPMG og Deloitte hafa ekki átt sjö dagana sæla. Þeir hafa báðir verið tengdir mjög umtöluðum hneykslum sem komið hafa upp nýlega.

Mike Rake, fyrrverandi stjórnarformaður KPMG International og nú varaformaður stjórnar Barclays, hefur verið á hlaupum um fjármálahverfi London að róa fjárfesta vegna LIBOR-vaxta skandalsins.

Fyrrum stjónarformaður Deloitte, John Connolly, er nú stjórnarformaður öryggisfyrirtækisins G4S. Hann hefur verið að reyna forðast sviðsljósið en G4S hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að útvega of fáa dyramenn fyrir Ólympíuleikana í London.

Ekki hafa borist sambærilegar fréttir af fyrrum stjórnarformönnum Ernst&Young og PwC.

Stikkorð: G4S Deloitte KPMG LIBOR