*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Erlent 31. júlí 2017 15:17

Fyrsta stýrivaxtahækkun Evrópu

Tékkneska kórónan gæti orðið fyrsti evrópski gjaldmiðillinn í níu ár til að sjá stýrivaxtahækkun, en í landinu er minnsta atvinnuleysi í álfunni.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Markaðsaðilar vænta þess að tékkneski seðlabankinn verði sá fyrsti í Evrópu til að hækka stýrivexti eftir þriggja ára tímabil efnahagslegrar örvunaraðgerða. Hagfræðingar sem Bloomberg fréttastofan gerði könnun meðal skiptast til helminga í afstöðu sinni um hvaða ákvörðun bankinn tekur þegar peningastefnunefnd bankans hittist 3. ágúst næstkomandi.

Sögðu 12 af 22 trúa því að stýrivextirnir yrðu hækkaðir um 0,25 punkta, en vextirnir hafa verið sögulegu lágmarki í 0,05%, á inneignum í tékkneskum kórónum. 

Ef að hækkun verður, verður það í fyrsta skipti í meira en níu ár. Seðlabanki Evrópu hefur sagt að ekki verði tekin ákvörðun um hvort magnbundinni íhlutun bankans, það er uppkaup skuldabréfa einkafyrirtækja, verði haldið áfram fyrr en í haust. Í dag er lægsta atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu í Tékklandi, laun hafa hækkað og verðlag hefur hækkað umfram 2% verðbólgumarkmið.