*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 3. júlí 2017 14:22

Fyrsta verkfall í 50 ár

Starfsmenn Englandsbanka munu fara í fjögurra daga verkfall þann 31. júlí næstkomandi.

Ritstjórn

Starfsmenn Englandsbanka munu leggja niður störf þann 31. júlí næstkomandi eftir að 95% starfsmanna samþykktu aðgerðirnar í atkvæðagreiðslu. Er þetta í fyrsta sinn í 50 ár sem starfsmenn bankans leggja niður störf og mun verkfallið standa yfir í fjóra daga. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Breska starfsgreinasambandið sem fer með málefni starfsfólksins, segir að reiði ríki vegna þess að annað árið í röð hafi starfsmönnum verið boðin launahækkun sem sé lægri en verðbólgustig í Bretlandi. Þá kemur jafnframt fram að allt að þriðjungur starfsmanna hafi ekki verið boðin nein launahækkun á þessu ári. 

Mun verkfallið verða til þess að loka þarf bankanum, þar á meðal höfuðstöðvum hans við Threadneedle stræti í London, meðan á aðgerðum starfsmanna stendur. Segir starfgreinasambandið að starfsmenn séu tilbúnir að halda aðgerðunum áfram ef að stjórnendur bankans samþykki ekki kröfur um launahækkanir.

Stikkorð: Bretland Englandsbanki Verkfall
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim