Ölgerðin hefur sett á markað fyrsta íslenska aldinbjórinn, en hann hefur hlotið nafnið Sólbert. Í tilkynningu segir að unnið hafi verið þróun bjórsins í rúm tvö ár. Mikil vinna hafi verið lögð í bruggun hans, enda mikilvægt að búa til gott jafnvægi milli ferskleika ávaxtanna og lagerbjórsins.

Nafnið Sólbert mun hafa fest við drykkinn snemma í þróunarferlinu. Tvær útfærslur af bjórnum verða til sölu til að byrja með að minnsta kosti, Sólbert sítrus og Sólberg brómber.