Reuters-stofnunin í Oxford athugaði meðal annars hvaða tegund fjölmiðla menn nota fyrst á morgnana í árlegri, alþjóðlegri rannsókn sinni á fjölmiðlanotkun, sem út kom í síðustu viku. Mikill munur er á einstökum löndum, en blöðin hafa hvarvetna látið undan síga og útvarp sömuleiðis (þau eiga hins vegar sterka innkomu sem annar miðill morgundagsins, útvarp í bílnum og blöð í almenningssamgöngum).

Sjónvarp hefur mjög sótt á við morgunverðarborðið, en framboð á morgunsjónvarpi er mjög mismikið. Mest sókn er hins vegar hjá netmiðlunum, en að jafnaði notar um þriðjungur þá fyrst. en margir athuga fréttayfirlit á snjallsímanum við rúmstokkinn um leið og þeir opna augun.